Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja

SFV - Velkomin

Væntanlegar loftsteinadrífur

Loftsteinadrífur til áramóta.

   Til áramóta eru líkur til þess að Tunglið geti svolítið spillt fyrir bestu loftsteinadrífum í lok ársins, en fullt Tungl er 18. október, 17. nóvember og 17. desember. Þannig er að þegar margar drífurnar eru í hámarki verður Tunglið svolítill gleðispillir, en það er þó aldrei að vita :

Októberlok :
Litlu Geminídar
18. október (föstudag ) Úr miðjum Tvíburunum.
Oríonídar 21. október (mánudag) (22. nóv kl. 03) Norður af stjörnunni Betelgás í Óríon.
Litlu Leonídar 24. október (fimmtudag) Milli Ljónsins og Karlsvagnsins.

Nóvember :
Taurídar
12. nóvember, Í Nautinu, rétt norðan við stjörnuna Aldebaran.
Leonídar 17. nóvember, (18. nóv k. 00:20) geislapunktur úr hálsi Ljónsins.
Litlu Einhyrningsídar 21. nóvember (22. nóv kl. 01:00) Rétt við stjörnuna Prókíon, töluvert vestan við fætur Tvíburanna – Þessi drífa er venjulega fremur smá, en nokkrum sinnum, t.d. 1985 og 1995 komu mjög snarpar drífur. Ekki er vitað frá hvaða fyrirbæri þessi drífa kemur, en er trúlega frá óþekktri langtíma halastjörnu

Desember :
Einhyrningsídar
, hámark 9. desember : rétt vestan við stjörnuna Betelgás í Óríon.
Geminídar, hámark 14. desember kl. 05:45, rétt við stjörnuna Pollux. Þessi var virkilega glæsileg í fyrra.
Stórabjörnídar, hámark 22. desember kl. 23:10.

Við verðum tilbúin og veljum vænlega drífu til að hittast !
Hver veit nema meiri fróðleikur um allt þetta komi fljótlega !
KGH

Joomla16 Appliance - Powered by TurnKey Linux