Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja

SFV - Velkomin

Fréttir af halastjörnunni ISON

Ison að nálgast sólina.

Í gær 28 nóvember fór halastjarnan ISON næst sólu og fyrirfram var á huldu hvernig henni tækist til eða myndi yfirhöfuð lifa það af.

Hún fór næst sólu um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og skömmu áður virtist hún vera að dofna mikið og hugsanlega að sundrast. Skömmu áður skrifaði Karl Battams hjá geimferðastofnun USA á twitter og sagðist hafa verið bjartsýnn á að ISON myndi lifa af ferðalagið um sólu og birtast okkur með stórkostlegri sýningu í desember, en á síðustu klukkustundum hefur hún verið að dofna verulega og hafði náð birtustigi 1 en er þessa stundina að falla hratt og er ég nú efins um að hún lifi af sólarnánd (perihelion) og verð hissa ef hún birtist okkur aftur hinum megin sólar.

 

Í gærkvöldi skrifaði Karl Battams hjá NASA á twitter eftirfarandi :  
„Þið heyrið það fyrst hér, en við trúum því að einhver hluti af ISON hafi lifað af nálægðina við sólu“ (perihelion)

  Góðu fréttirnar þegar það fór að kvölda vestan hafs eru þær að hún birtist aftur eftir heimsókn sína til sólu.  Í þessu sambandi má rifja það upp að halastjarnan sem er agnarsmá í samanburði við sólina var næst sólu í fjarlægð sem er u.þ.b. þvermál sólar svo togkraftarnir eru gífurlegir, en á móti kemur að hraði stjörnunnar er að sama skapi afar mikill.

 

Það eru því líkur á að leifar af kjarnanum hafi lifað ferðina af, þó greinilegt sé að hún hafi misst töluvert af massa sínum.

Stóra spurningin sem vísindamenn velta nú fyrir sér er hvort hún muni skreyta himininn í desember eins og margir vonuðust eftir.

En sem sagt þetta eru nýjustu fréttir.

Bestu kveðjur

 

Karl Gauti

Joomla16 Appliance - Powered by TurnKey Linux