Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja

SFV - Velkomin

"Horfðu til himins"

Sæl öll sömul.

Minni ykkur á að nú um helgina er ein sterkasta, stöðugasta og skemmtilegasta loftsteinadrífa ársins.  Hér er ég að tala um gömlu góðu Geminitana sem verða í hámarki aðfaranótt laugardagsins 14. desember og spurning hvort félagar komi ekki saman þegar drífan verður í hámarki.

 

Á meðfylgjandi mynd, má sjá kortið af Tvíburamerkinu og hvar geislapunkturinn er í desember en hámarkið er sem sagt laugardagsmorguninn 14 desember, kl. 05:45, en eins og við könnumst við frá því í fyrra þá er þetta auðvitað + / - 1-2 dagar í kring.

Fyrir þá sem ekki voru með í fyrra, þá sáum við ansi mörg stjörnuhröp og sum ansi björt og skær svo endilega verið með eða kíkið til himins þessa daga.

Kveðja
Karl Gauti formaður 

.

Joomla16 Appliance - Powered by TurnKey Linux