Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja

SFV - Velkomin

Aðalfundur SFV og Sævar í kvöld!

Sælir félagar í SFV og aðrir vinir.

  Safnahúsinu Þriðjudaginn 6 maí:

  Í dag, þriðjudag mætir góðvinur okkar Sævar Helgi Bragason til

Eyja og heldur fyrirlestur um geimflaugar, stjörnustöðina á Hótel Rangá og fleira

Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00.

  Þá verður Aðalfundur Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja, sem hefst kl. 19:15 í Safnahúsinu og eru félagar hvattir til að mæta þar, en einhverjar breytingar verða fyrirsjáanlega á stjórn félagsins.


Einnig verður sýning á þeim munum sem félagið hefur fest kaup á til að nota við að vekja áhuga meðal skólabarna sem og bæjarbúa, hinn svokallaði „Dótakassi“ sem inniheldur t.d. líkan af Tunglinu og Mars, loftsteinum og fleiru sem við erum að safna.  Ætlunin er að fara með þetta í skólana til að sýna krökkunum og efla með því áhuga þeirra á stjörnufræði og raunvísindum.  Þessir munir voru keyptir fyrir styrk sem félagið fékk frá Sparisjóði Vestmannaeyja um jólin.

 

- Mjög spennandi.

 

 

Meðfylgjandi mynd er af Satúrnus V flauginni 1/200

Mætið og takið með ykkur gesti.

Kveðja
Karl Gauti

Joomla16 Appliance - Powered by TurnKey Linux