Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja

SFV - Velkomin

Leonídar í kvöld - 17.11.2014


 

 

Í kvöld 17.11. og annað kvöld 18.11. er tækifæri til að horfa eftir einu mesta loftsteinaregni ársins, eða svokölluðum Leonídum. 
Leonídarnir urðu frægir 1833 þegar mikið loftsteinaregn birtist á himni, um það bil 100 þúsund stjörnuhröp á hverjum klukkutíma. 


Nú er ekki búist við slíku heljarregni, en rannsóknir sýna þó að það borgi sig að líta eftir Leonídunum. Í ár birtast Lonídar á himni aðfaranótt 17 og 18 nóvember og er búist við að þeir verði a.m.k. 15 á klukkustund, en það er aldrei að vita hvað gerist.

 
Hámarkið er í kvöld klukkan 22.
Þessi stjörnuhröp birtast í grennd við stjörnumerkið Ljónið og best er að koma sér fyrir utan við ljósadýrð bæja og njóta útsýnisins í átt að stjörnumerkinu Ljóninu.


Ljónið og Júpíter munu gægjast upp fyrir sjóndeildarhringinn í 
há-norðri  upp úr kl 22:00 í kvöld og verða orðin þokkalega sýnileg  í norðvestri um kl 23:30. Skýjahulustpáin fyrir Eyjarnar er reyndar ekkert sérstaklega hagstæð fyrir okkur, en ef það kemur glenna þá verðum við tilbúin að skjótast austur á Haugasvæðið og skoða Leonida ( ætli það séu Ljóníðar á íslensku?)

 

 

 Bestu kveðjur 
Karl Gauti og Davíð 

Joomla16 Appliance - Powered by TurnKey Linux