Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja

SFV - Velkomin

Þverganga Venusar

Eins og stjörnuáhugamenn á Íslandi vita þá mun Venus ganga fyrir sólina í næstu viku. Þriðjudagskvöldið 5. júní verður hægt að fylgjast með þessum einstaka atburð. Allir félagsmenn í Stjörnufræðifélagi Vestmannaeyja hafa fengið send til sín sérstök sólargleraugu sem gerir mönnum kleift að horfa upp í sólina án þess að skaða sjónina.

Heilarnir hjá Nasa tala um að þvergangan hefjist stundvíslega kl 22:04 og að það taki Venus um 6 klukkustundir að ganga yfir sólina. Það verður að teljast heldur ólíklegt að eitthvert okkar fái að sjá þennan atburð aftur því að þetta gerist ekki aftur í 235 ár!

Við hjá SFV höfum ákveðið að hittast á þriðjudaginn og gera gott úr þessum merka atburði. Ætlunin er að hittast kl 22:00 í Klaufinni og svo upp úr hálf 3 að færa sig á ytri útsýnispallinn við Klettsvík til þess að elta sólina.

Nú er bara að krossleggja fingur að veðurguðirnir verði eins góðir við okkur og þeir hafa verið undanfarna daga svo hægt sé að fylgjast með þessum spennandi atburð.

Venus að ganga fyrir sólu

Joomla16 Appliance - Powered by TurnKey Linux