Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja

SFV - Velkomin

Fylgst með Venusi

Meðlimir Stjörnufræðifélagsins hittust í Klaufinni í gærkvöldi til þess að fylgjast með Venusi ganga fyrir sólina. Eftir rjómablíðu undanfarna daga og vikur ákváðu veðurguðirnir að bjóða okkur upp á rigningu og þung ský. Í gærkvöldi hafði þó stytt upp og við vonuðumst til þess að sjá örlítið í sólina og fá að prófa glænýjar sólarsíur. En því miður eltu skýjin sólina eins og skuggann og við náðum ekki að sjá nema bjarmann af henni.

Mætingin í gærkvöldi var þó góð, margir meðlimir ásamt fjölmörgum gestum létu sjá sig í fjörunni og boðið var upp á bakkelsi og kaffi.

Eins og við vissum stóð þessi þverganga yfir í um 6 tíma svo ákveðið var að reyna að sjá sólina koma upp í austri upp úr 4. Því miður var enn skýjað yfir bænum og árrisulir stjörnuáhugamenn þurftu að snúa heim aftur.

Við verðum þá bara að bíða því 11. júní árið 2247 má sjá þennan viðburð aftur, hefst það upp úr 21:00 og óskandi er að afkomendur stjörnuáhugamanna fái að sjá þetta allt saman.

Svona leit sólsetrið út við Jötunn og Hænu í gærkvöldi

Joomla16 Appliance - Powered by TurnKey Linux