Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja

SFV - Velkomin

Fyrirlestur Sævars 17. sept.

Það var stórgóð mæting á þennan fyrirlestur sem haldinn var í Safnahúsinu, það mættu 33 manns í félaginu til þess að hlýða á Sævar Helga Bragason fjalla um
Tunglferðirnar = Afar fróðlegt erindi og greinilega af mörgu að taka
Einnig merkilegt að geimfarinn Bill Anders (sjá mynd) hafi komið á síðustu
Þjóðhátíð (fannst ég hafa séð hann í brekkunni) en hann tók einmitt myndina af jörðinni (sjá mynd) í ferð Appolo 8, þegar þeir voru fyrstir manna til að yfirgefa sporbaug jarðar og sjá þetta heimili okkar úr fjarlægð (sem breytti viðhorfi þeirra til þessa í raun agnarsmáa veraldar okkar) og fræg er setning hans : "We came all this way to explore the Moon, and the most important thing is that we discovered the Earth"

Bill Anders


Þá fjallaði Sævar um Marsjeppann, fjarreikistjörnur og halastjörnuna ISON sem væntanleg er núna í nóvember-desember. Loks fóru 9 manns í stjörnuskoðun í hávaðaroki.
Þá kom hann færandi hendi, gaf nokkra jarðarbolta sem ætlaðir eru til kennslu barna og félagið mun gefa öllum leikskólum og skólum eintak nú á næstu dögum.
Ég vona þið hafið notið fyrirlestursins, en þess ber að geta að Sævar er að gera þetta fyrir okkur í algjörri sjálfboðaliðsvinnu.
Þeir sem ekki komust í gær, mæta næst, því Sævar sagði í morgun að hann væri tilbúinn til þess að heimsækja okkur fljótt aftur í vetur !
Ég vil að lokum nota tækifærið til að þakka fyrir hönd félagsins, henni Helgu fyrir að lána okkur Safnahúsið og standa þar vaktina og Soffíu fyrir að koma með okkur Sævari að snæða og keyra honum og Þóri fyrir að mæta með sjónaukann sinn í stjörnuskoðunina og honum Óskari fyrir myndatökurnar og öllum hinum sem mættu.
Og eins og einhver segir stundum : Þetta var stórkostlegt !
Bestu kveðjur
Karl Gauti 

Myndin hér að neðan er tekin á GSM síma í gegnum stjörnusjónauka Þóris, þetta kvöld.
Mynd sem tekin var af tunglinu í gærkvöldi með Nokia símanum mínum í gegnum sjónaukann hans Þóris. DG.

Joomla16 Appliance - Powered by TurnKey Linux